Fréttir

Verkstjóraskipti

Bjarni Baldursson hefur tekið við starfi verkstjóra hjá fyrirtækinu.Ingvar Rafnsson hefur látið af störfum en hann er að flytja búferlum til Danmerkur með fjölskyldu sinni, þökkum við honum vel unnin störf og óskum þeim allra heilla í nýju landi.

Blikkrás á safn

Iðnaðarsafnið á Akureyri hefur sett upp bás í safninu, tileinkaðan blikksmíði.Þar kemur fram saga blikksmíði á Akureyri í hnotskurn.

Flokkun og endurnýting.

Við höfum í mörg ár flokkað hluta af okkar úrgangi.Við höfum flokkað í góðmálma, ál og ryðfrítt stál, sem við seljum til endurvinnslu.