Loftræstikerfi

Stór hluti af starfsemi Blikkrásar ehf er tengdur með einum eða öðrum hætti við loftræstingar, allt frá stærðarinnar loftræsti samstæðum í miklum mannvirkjum til úttaksventla frá eldhúsum í heimahúsum. Við höfum mikla reynslu í lagningu loftræstikerfa og frágangi tengdum þeim.