Hlutverk:
Hlutverk fyrirtækisins er öll almenn blikksmíði og að hanna og framleiða loftræstikerfi auk annarra tilfallandi verkefna.
Gæðastefna:
- Að vera arðbært fyrirtæki þar sem skipulag, fagmennska og snyrtimennska er í fyrirrúmi.
- Það er stefna fyrirtækisins að vera leiðandi fyrirtæki í að framleiða og selja loftræstikerfi sem uppfylla þarfir og kröfur verkaupa hverju sinni.
- Vera ávalt í forystu með að tileinka sér tækninýjungar og fagleg vinnubrögð.
- Að rýna og uppfylla kröfur kaupenda til vöru og þjónustu á markvissan hátt með því að beita gæðastjórnun í anda ISO 9001.
- Að skapa eftirsóttan vinnustað með góðan aðbúnað, öruggt starfsumhverfi og samkeppnishæf laun á markaðinum.
- Að starfsmönnunum líði vel í vinnunni
- Að vera fjölskylduvænt fyrirtæki þar sem jafnrétti til launa og atvinnu er í öndvegi, óháð kyni, litarhafti, trúarskoðun eða þjóðerni.
Markmið:
- Markmið fyrirtækisins er að skila hagnaði yfir 3% af veltu.
- Öll aðstaða utandyra sem innan skal vera hrein og snyrtileg.
- Stjórnendur og starfsmenn fylgist með og tileinki sér helstu nýjungar í hönnun, þróun og vinnubrögðum á hverjum tíma.
- Tryggja eftirsóttan vinnustað með starfsmannaveltu undir 10% á ári.
- Greiða laun sem eru í samræmi við kjarasamninga og afkomu fyrirtækisins á hverjum tíma.
- Standast D-úttekt á gæðakerfinu ekki síðar en árið 2020.
- Að ímynd fyrirtækisins út á við sé jákvæð.
Aðgerðaráætlun:
- Halda áfram innleiðingu á gæðastjórnun í samvinnu við SI.
- fylgjast vel með tækninýjungum og framförum í faginu.
- gera skriflegar staðfestingar á samskiptum á milli viðskiptavinar og fyrirtækis.
- bæta framleiðsluskipulagningu þannig að mat á uppgefnum afgreiðslutíma verði ávalt rétt.
- gera úttekt á umgengni, aðbúnaði og vinnuaðstöðu, fyrsta virkan dag í júlí ár hvert.
- gera eigin úttekt á öryggismálum tvisvar á ári, fyrsta virkan dag í janúar og júlí.
- Gera starfsmönnum kleift að sækja a.m.k. eitt námskeið á ári
Þetta krefst þess að allir starfsmenn séu jákvæðir, taki afstöðu með kerfinu og vinni samviskusamlega eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru og tryggi þannig skilvirka stjórnun og árangur.