Öskudagur

Öskudagurinn var líflegur hér að vanda, hingað komu samtals 511 krakkar í 117 liðum og tóku þau öll þátt í okkar árlegu söngkeppni.

Liðin  sem greinilega voru búin að vera dugleg að æfa og báru sigur úr bítum, liðsstjórar þar voru  Freyr Brynjarsson Hólsgerði,  Valentína Hauksdóttir Brekkutröð 8, og Elín Káradóttir Móasíðu  krakkarnir sem voru í þessum liðum  fá öll send gjafabréf frá okkur á næstu dögum.  Þökkum öllum þeim sem gerðu sér far um að koma og syngja fyrir okkur kærleg fyrir og hlökkum til að sjá ykkur að ári.