Blikkrás ehf 20 ára

Blikkrás ehf var stofnuð og hóf starfsemi 2. janúar 1986. Var hún fyrst rekið sem sameignarfélag í eigu míns, Odds Helga Halldórssonar og Karls Magnússonar.  Karl flutti svo til Reykjavíkur og það var 16. maí 1986, sem við handsöluðum kaup mín á hans hlut. Formlega var svo Blikkrás breytt í Hlutafélag um áramótin 1986-1987. Blikkrás er í eigu míns og fjölskyldu minnar. Við vorum í leiguhúsnæði að Hjalteyrargötu 6, þar til við festum kaup á þessu húsnæði og fluttum hingað 2. okt. 2001  Húsnæðið er eins og þið sjáið rúmt, bjart og gott og fer vel um okkur hér.

Blikkrás ehf var stofnuð og hóf starfsemi 2. janúar 1986. Var hún fyrst rekið sem sameignarfélag í eigu míns, Odds Helga Halldórssonar og Karls Magnússonar.   Karl flutti svo til Reykjavíkur og það var 16. maí 1986, sem við handsöluðum kaup mín á hans hlut. Formlega var svo Blikkrás breytt í Hlutafélag um áramótin 1986-1987.  Blikkrás er í eigu míns og fjölskyldu minnar.  Við vorum í leiguhúsnæði að Hjalteyrargötu 6, þar til við festum kaup á þessu húsnæði og fluttum hingað 2. okt. 2001  Húsnæðið er eins og þið sjáið rúmt, bjart og gott og fer vel um okkur hér.  Til að standast samkeppni verður maður að hafa góðan mannskap og góðar vélar. Ég er svo heppinn að hafa einvalalið í vinnu og nú erum við að bæta tækjakostinn verulega.  Þær þrjár vélar, sem eru nýjar og koma okkur í fremstu röð blikksmiðja á landinu eru. 

 Fullkomin punktsuðuvél , sem punktsýður upp að 3 mm þykku stáli. Einnig er hægt að punktsjóða frá annarri hliðinni, sem er nýr kostur.. Plötuklippur, sem klippa upp í 3mm þykkt stál, 3 metra langt  Hún er með fullkominni tölvustýringu. Beygjuvél að fullkomnustu gerð. Hún er forritanleg og hefur fullkomna tölvustýringu.  Hún beygir upp í 3 metra lang 3mm þykkt.   Með þessum vélum erum við orðnir fullkomlega samkeppnisfærir við allar smiðjur. Þær gera okkur kleift að beygja 3mm langt, í stað 2,5metra áður.  Krafa markaðarins er sú. Ekki síst með þeirri nýbreytni að álklæða hús. Með þessum nýju vélum erum við fullkomlega samkeppnisfær.   Þar sem Akureyri er okkar lang stærsti markaður fannst okkur vel við hæfi að láta samstök sem láta sér samfélagið hér varða og aðstoða þá sem minnst mega sín í samfélaginu njóta afmælisins með okkur.  Það var því samþykkt samhljóða í stjórn Blikkrásar, að gefa Hjálpræðishernum og Mæðrastyrksnefnd Akureyrar 100.000. kr hvoru, eða samtals 200.000.  Og bið ég fulltrúa þeirra að taka við þessarri ávísun, því til staðfestingar.