Öskudagur

Öskudagurinn var mjög skemmtilegur eins og alltaf, hingað komu 130 lið, samtals 527 börn og fengum við að heyra og sjá ýmsar útgáfur af Silvíu Nótt ásamt fjöldan allan af fallegum búningum, góðum söng og hljóðfæraleik.

Í söngkeppni okkar sigruðu lið þeirra,  Hákons Hjartarsonar 4 krakkar, Silju Bjarkar Björnsdóttur 7 krakkar og Astrid Maríu Stefánsdóttur 6 krakkar.  Fengu þau í verðlaun 4000 kr. gjafabréf pr. barn  frá Greifanum.  Þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína til okkar fyrir góða skemmtun og hlökkum til að sjá ykkur að ári.