Brunahönnun loftræstikerfa

Starfsmenn Blikkrásar ásamt kennara
Starfsmenn Blikkrásar ásamt kennara
Í samræmi við endurmenntunarstefnu fyrirtækisins sátu starfsmenn Blikkrásar námskeið um brunahönnnun loftræstikerfa. Námskeiðið var haldið 17. og 18. feb. í samvinnu við Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins,. Námskeiðið fór fram í húsnæði Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri, að Draupnisgötu. Námskeiðið sátu allir fagmenntaðir starfsmenn fyrirtækisins.

Kennari var Eggert Aðalsteinsson vélaverkfræðingur, hjá VGK.

 

 

Brunahönnun loftræstikerfa.
Í samræmi við endurmenntunarstefnu fyrirtækisins sátu starfsmenn Blikkrásar námskeið um brunahönnnun loftræstikerfa. Námskeiðið var haldið 17. og 18. feb. í samvinnu við Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins,. Námskeiðið fór fram í húsnæði Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri, að Draupnisgötu. Námskeiðið sátu allir fagmenntaðir starfsmenn fyrirtækisins.

Kennari var Eggert Aðalsteinsson vélaverkfræðingur, hjá VGK.

Ágrip af námskeiðinu:
Farið var í forsendur brunatæknilegrar hönnunar loftræstikerfa, samkvæmt staðlinum DS428

Farið var yfir undirstöðuatriði í hönnun mannvirkja m.t.t brunavarna, kynnt var hólfun bygginga, efnisval, áhrif slökkvikerfa á hönnun loftræstikerfa o.fl.. Farið var yfir staðla um brunaflokkun byggingarefna. Jafnframt var fjallað um hönnun og frágang loftræstikerfa m.t.t. eldvarnarkrafna s.s. eldvarnarlokur, reyklokur, stöðurofa og gaumlúgur, þéttingar með stokkum o.fl.

Markmið námskeiðsins
Að námskeiði loknu eiga þeir sem sátu námskeiðið að:

  • Gera sér grein fyrir mikilvægi brunatæknilegrar hönnunar loftræstikerfa
  • Þekkja helstu brunavarnir og brunaeinangrun
  • Þekkja aðferðir við varnir gegn útbreiðslu reyks.

Það var mál manna að námskeiðið hafi bæði verið gagnlegt og skemmtilegt og á því hafi menn lært margt, sem að gagni kemur í framtíðinni.

Eru Eggert og FM og FMA færðar bestu þakkir