Nýtt Sax

Blikkrás hefur tekið í notkun nýtt sax (klippur). Nýja saxið er þýskt, af gerðinni Schechtl. Það klippir þriggja metra breitt og upp í 3mm þykkt blikk. Með tilkomu nýja saxins, verða breytingar á þann hátt að nú getum við boðið viðskiptavinum okkar allt að 3 metra löng stykki, í stað 2,5m áður. Fullkomin tölvustýring fylgir saxinu.