Blikkrás ehf nýjir eigendur

Hjónin Oddur Helgi Halldórsson og Margrét Harpa Þorsteinsdóttir hafa selt Blikkrás ehf. Kaupendur eru Ottó Biering og fjölskylda.

Blikkrás ehf. var stofnuð á Akureyri 1986, einkahlutafélag sem verið hefur í eigu Odds Helga og fjölskyldu hans. Starfssvið fyrirtækisins er blikksmíðavinna, svo sem við loftræstikerfi, klæðningar og almenn blikksmíði. Fyrirtækið hefur unnið að verkefnum um allt land, en með höfuðvígi á Akureyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru 19.