Blikkrás ehf hlýtur í annað sinn viðurkenningu Lagnafélags Islands

Lofsvert lagnaverk
Lofsvert lagnaverk

Blikkrás ehf hlýtur viðurkenningu LAFÍ 2012

Blikkrás hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir árið 2012, fyrir smíði og uppsetningu loftræstikerfa í Menningarhúsið Hof.

Er þetta í annað skiptið sem Blikkrás hlítur viðurkenningu LAFÍ, en við fengum líka viðurkenningu fyrir loftræstinguna í Amtsbókasafninu árið 2003


 

Í fréttatilkynningu Lagnafélagsins segir m.a.:

Lagnafélag Íslands veitti Menningarhúsinu Hofi, hönnuðum og iðnaðarmönnum sem unnu við byggingu þess, viðurkenningar fyrir "Lofsvert lagnaverk" árið 2012. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn í Hofi í gær.

Allt frá árinu 1990 hefur Lagnafélag Íslands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi er þykir framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund meðal þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála.

Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands um Menningarhúsið Hof segir m.a.: "Heildarverk við lagnir er snyrtilegt og hönnun búnaðar í húsi Hofs er góð. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög til fyrirmyndar og handverk iðnaðarmanna gott."

Um er að ræða sjö aðskilin loftræstikerfi sem þjóna hinum ýmsu hlutum byggingarinnar. Einnig er um að ræða sérhæfð pípulagnakerfi.

Í áliti nefndarinnar segir ennfremur:

"Frágangur allra lagna gegnum veggi er sérstaklega vandaður til að tryggja hljóðeinangrun milli rýma. Heitt neysluvatn er forblandað en síðan sérblandað í hæfilegt hitastig við helstu dreifistaði eftir aðstæðum. Þetta er gert til að koma í veg fyrir slys af völdum of heits vatns.“

Neysluvatnskerfið er með lækkuðu hitasigi að blöndunartækjum og er það mismunandi eftir því hvort um er að ræða svæði fyrir gesti eða starfsmenn. Upphitun hússins er ýmist með gólfhitun, ofnhitun,- eða lofthitun eftir svæðum. Heildarloftmagn loftræstikerfanna er 92.000 m3/h eða að meðaltali um 4 loftskipti á klukkustund. Sem þýðir að skipt er um loft á 15 mínútna fresti í húsinu. Hljóðkrafa í Hamraborg og í Hömrum er hljóðstig: NR20 sem er algeng viðmiðun fyrir tónleikasali.

Eftirtaldir hljóta viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsvert lagnaverk í Menningarhúsinu Hofi Akureyri fyrir árið 2012:

Menningarhúsið HOF Akureyri
Arkþing ehf. Reykjavík
Arkitema. Danmörk
Verkfræðistofa Norðurlands ehf. Akureyri
Raftákn ehf. Akureyri
VSI Öryggishönnun & ráðgjöf ehf. Reykjavík
Verkís hf. Reykjavík
Blikkrás ehf. Akureyri
Haraldur Helgason ehf. Akureyri
Bútur ehf. Akureyri
Rafmenn ehf.
Akureyri