Vöruframboð
Smíði og tilbúnar lausnir
Þakefni
Bjóðum upp á vandað þakstál og þakrennur frá hinum þekkta framleiðanda Lindab. Hægt er að fá flasningar, þakventla og slétt efni í sama lit. Allt stál er meðhöndlað með GreenCoat sem gerir það mjög veðurþolið. Erum með Þakrennur og fylgihluti á lager í hvítum, gráum og svörtum lit
Loftræstikerfi
Bjóðum uppá loftskiptikerfi frá mörgum framleiðendum s.s. Systemair, ENSY, Wents og Komfovent. Hægt er að skoða uppsett sýningarkerfi í móttöku að Óseyri 16 Akyreyri.
Steypuhólkar og spíralrör
Handrið - svala handrið - stigar
Við smíðum úr ryðfríu stáli og smíðastáli – hvort sem um ræðir sérsmíði í smiðju okkar eða sérpantanir frá erlendum samstarfsaðilum. Við og erlendir samstarfsaðilar erum með öflugan tækjabúnað og reynslumikið starfsfólk og bjóðum vandað verk og nákvæmni. Gerum verðtilboð t.d. eftir Autocad teikningum í hvað sem er, t.d. stiga, handrið, brunastiga, hillur og borð.
Heimilisvörur
Við smíðum vörur fyrir vinnustaði og heimili, allt eftir þörfum hverju sinni.
Viftur og blásarar
Við bjóðum uppá ýmsar lausnir fyrir baðherbergi og önnur rými sem þurfa loftræstingu. Snjallviftur er næsta kynnslóð af viftum sem hægt er að setja upp þar sem til staðar eru útblástursrör. Lunga er sett upp með því að gera gat á útvegg og viftan fest í.