top of page
Loftskiptikerfi

Markmið okkar er að bjóða sérsniðnar lausnir og framúrskarandi þjónustu

Markmið okkar er að bjóða sérsniðnar lausnir og framúrskarandi þjónustu
Góð loftræsting skiptir lykilmáli varðandi heilnæmi bygginga. Mygla er vaxandi vandamál á Íslandi og má oft rekja hana til lélegra loftgæða og of lítilla loftskipta. Rannsóknir sýna að góð loftgæði auka afköst, einbeitingu og athygli starfsmanna verulega. 


Kerfin hjálpa jafnframt til við að stjórna loftraka, draga úr ryki og mengunarefnum, og spara orku með því að endurnýta varma.  Þau eru sérstaklega gagnleg í atvinnuhúsnæði, íbúðum, einbýlishúsum og sumarbústöðum. 

IMAGE_VTR_250_LAUNDRY_ROOM.avif

Loftskiptikerfi fyrir heimili

Loftskiptikerfi er kerfi sem er hönnuð til að stjórna loftgæðum í byggingum. Mygla er vaxandi vandamál á Íslandi og má oft rekja hana til lélegra loftgæða og of lítilla loftskipta. Loftskiptikerfin eru með varmaendurvinnslu, oft 85-90% og endurnýta þannig varmann sem annars tapast með því að loftræsta með opnum gluggum. Þannig lækkar húshitunarkostnaður verulega. Einnig er allt loft síað sem dregur úr ryksöfnun og flæði frjókorna og annarra óhreininda inn í húsið. Í húsum með loftskiptikerfi þarf oftast ekki að opna glugga. Það eykur mjög á þægindi, með því að stoppa flæði á köldu lofti inn um glugga sem minnkar ryk,  frjókornum og önnur óhreinindi. Einnig dregur það úr hljóðmengun.

Loftskiptikefi í nýbyggingar

Við hönnun og byggingu húsa er gott að hafa í huga snemma í ferlinu ef setja á lofskiptikerfi. Með því að innleiða loftræstikerfi á hönnunarstigi er hægt að forðast dýrar breytingar síðar í ferlinu.

Loftskiptikerfi eldra húsnæði

Í flestum tilfellum er auðvelt að koma fyrir loftskiptikerfi í eldra íbúðarhúsnæði, sérstaklega ef það eru niðurtekin loft að einhverju leiti. Þeir sem hafa farið þá leið í eldri húsum finnst þeir fá algjörlega breytt og betra hús eftir breytingar.
 

Loftskiptikerfi fyrir skrifstofuhúsnæði

Loftræstikerfi gegna lykilhlutverki í skrifstofuhúsnæði, þar sem þau stuðla að betra loftgæði, vellíðan starfsmanna og hagkvæmni í rekstri. Með góðri loftræstingu er tryggt að ferskt loft er stöðugt flutt inn í bygginguna á meðan óhreint loft og eru fjarlægð. Þetta hjálpar til við að minnka líkur á heilsufarsvandamálum eins og öndunarörðugleikum, síþreytu og öðrum sjúkdómum tengdum lélegu lofti.
Gott loft getur aukið framleiðni starfsmanna, þar sem ferskt og hreint loft hefur jákvæð áhrif á einbeitingu, afköst og orku. Einnig dregur það úr líkum á smitun milli starfsmanna t.d. á influensu.

Modern Office

Stór loftræstikerfi

Stórar loftræstisamstæður eru til að stjórna loftgæðum í umfangsmiklum byggingum, eins og stærri skrifstofum, sjúkrahúsum, verslunarmiðstöðvum og iðnaðarhúsnæði. Þessi kerfi samanstanda oft af flóknum íhlutum sem vinna saman til að tryggja skilvirka loftræstingu fyrir stóra hópa fólks og mismunandi rými innan bygginga.
Helstu þættir stórra loftræstikerfa:
•    Loftútskipting: Þau flytja ferskt loft inn og fjarlægja óhreint loft
•    Hitastýring: Með kæli- eða upphitunarkerfi er tryggt að réttur hiti sé í rýminu.
•    Rakastýring: Raka í loftinu er stjórnað til að koma í veg fyrir óþægindi eða möguleg vandamál eins og myglu.
•    Síun: Öflugar loftsíur fjarlægja agnir, ryk og mengunarefni sem geta verið skaðleg.
Oft eru kröfum um slík kerfi t.d. heilbrigðis-, öryggis- og vellíðanarkröfur í stórum byggingum. Þau gegna einnig mikilvægu hlutverki í að uppfylla reglur og staðla um loftgæði og orkuskilvirkni.

Hönnun og ráðgjöf

Blikkrás býður uppá hönnun loftræstikerfa í allar tegundir bygginga í samstarfi við reyndan verkfræðing. Góð hönnun loftræstikerfis er lykilatriði til að tryggja að það sé skilvirkt, hljóðlágt og uppfylli loftgæðakröfur. Hér eru helstu skref hönnunarferlisins:
•     Skoðun á húsnæðinu og teikningum
•    Mat á aðstæðum. Notkun húsnæðisins, fjöldi starfsmanna/íbúa og aðrar körfur
•    Sérstakar kröfur, t.d. öryggiskröfur
•    Hönnun kerfis. Teikningar og útreikningar á loftflæðisþörf í hverju rými
•    Val á búnaði m.t.t. útreikninga og aðstæðna

Air Pressure

Loftgæðamælingar

Loftgæði hafa bein áhrif á vellíðan fólks, líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna að einbeitning og afköst fólks eru meiri þar sem loftskipti er góð. Mjög algengt er að fólk starfi við aðstæður þar sem koltvísýringur er of mikill í loftinu. Einkenni þess eru oft slen, þreyta, syfja og höfuðverkur.
 
Hjá Blikkrás starfa sérfræðingar með sérhæfðan búnað til loftgæðismælinga. Oft er búnaði sem safnar gögnum komið fyrir og safnar hann upplýsingum í nokkra daga. Að því loknu eru gögnin greind, unnin skýrsla og komið með tillögur að úrbótum sé þess þörf.

Uppsetning

Uppsetning loftræstikerfis getur verið flókið verkefni sem krefst nákvæmni og sérfræðiþekkingar til að tryggja að kerfið sé skilvirkt og dreyfing loftsins sé eins og lagt var upp með. 
Að lokinni uppsetningu þarf að prófa kerfið og stilla það.
Rétt uppsetning loftræstikerfis skapar heilbrigt og öruggt vinnuumhverfi, sparar orku og stuðlar að vellíðan þeirra sem nota bygginguna.

Subheading (2)_edited.jpg

Þjónusta og viðhald

Loftræstikerfi þarf að þjónusta reglulega til að tryggja rétta virkni.
Blikkrás er með þjónustusamninga við mikinn fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Haldið er utan um alla þjónustu- og viðhaldssögu kerfanna, varahluti og annað sem skiptir máli
Reglulegt þjónusta:
•    Með reglulegri þjónustu er hægt að koma í veg fyrir bilanir sem gætu truflað rekstur og valdið óþægindum t.d. hávaða og rekstrarst-ðvun.
•    Með reglulegu viðhaldi og stillingum á kerfinu má bæta loftgæði innandyra
•     Með reglulegu viðhald og hreinsun þá vinnur kerfið betur að hreinsun á mengunarefnum, rykögnum, frjókornum og örverum.

Blikkrás logo

Blikkrás er framsækið fyrirtæki í örum vexti. Starfsemi fyrirtækisins skiptist í fjögur megin svið: blikksmíði, loftræstingu, ryðfría smíði og þjónustudeild loftræstikerfa.

Hafa samband

blikkras@blikkras.is

Sími  462 7770

Óseyri 16, 600 Akureyri

  • Facebook

Afgreiðslutímar

Mán -Fim 

kl. 7:30 - 12:00 og 12:30 - 16:00

Fös 

kl. 07:30 - 11:30

bottom of page