Komdu í þjónustuáskrift
Tryggðu heilbrigt loft með reglulegri þjónustu
Þjónustuáskrift
Loftræstikerfi gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda fersku og heilnæmu lofti innandyra, en til að tryggja hámarks skilvirkni og endingu þarf reglulegt viðhald. Með þjónustuáskrift frá okkur sérðu til þess að loftræstikerfið þitt virki áreiðanlega allan ársins hring, án óvæntra bilana eða óþæginda.
Þjónusta og viðhald loftræstikerfa
Loftræstikerfi þarf að þjónusta reglulega til að tryggja rétta virkni.
Blikkrás er með þjónustusamninga við mikinn fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Haldið er utan um alla þjónustu- og viðhaldssögu kerfanna, varahluti og annað sem skiptir máli
Regluleg þjónusta
-
Með reglulegri þjónustu er hægt að koma í veg fyrir bilanir sem gætu truflað rekstur og valdið óþægindum t.d. hávaða og rekstrarstöðvun
-
Með reglulegu viðhaldi og stillingum á kerfinu má bæta loftgæði innandyra
-
Með reglulegu viðhald og hreinsun þá vinnur kerfið betur að hreinsun á mengunarefnum, rykögnum, frjókornum og örverum.
Hvað fellst í þjónustáskrift?
-
Síuskipti. Síurnar safna í sig ryki, frjókornum og öðrum sem geta dregið úr loftgæðum og loftflæði. Oftast þarf að skipta um síur tvisvar til þrisvar á ári til tryggja ferskt og hreint loft.
-
Reglulegt eftirlit. Við fylgjumst með virkni kerfisins og framkvæmum nauðsynlegar mælingar og stillingar. Mjög misjafnt er eftir kerfum og aðstæðum hvað þarf að gera .
-
Legu- og reimaskipti. Legur og reimar í loftræstikerfum slitna með tímanum og geta valdið hávaða eða rekstrarstöðvun. Best er að skiptu um þessa slithluti áður en slíkra vandamála kemur sem, oft getur reynst kostnarsamt.
-
Með reglulegri þjónustu komum við í veg fyrir uppsöfnun óhreininda og bilun sem getur dregið úr loftgæðum.
-
Annað viðhald. Við skoðum alla þætti loftræstikerfisins, metum ástand þess og komum með tillögur ef eitthvað er ábótavant. Þannig á kerfið að virka áreiðanlega og skilvirkt til lengri tíma.
-
Haldið er utan um alla þjónustu- og viðhaldssögu kerfanna, varahluti og annað sem skiptir máli
-
Hreinsun loftstokka. Ryksöfnun í loftstokkum getur dregið úr loftflæði og valdið loftmengun innandyra. Fitusöfnun er algeng frá eldhúsum og getur skapað mikla eldhættu.
Afhverju er þjónstáskrift mikilvæg?
• Tryggir betri loftgæði og heilnæmt umhverfi
• Kemur í veg fyrir óvæntar bilanir og kostnaðarsamar viðgerðir
• Eykur orkusparnað og dregur úr rekstrarkostnaði
• Lengir líftíma loftræstikerfisins
Með þjónustuáskrift tryggir þú áreiðanlegt og skilvirkt loftræstikerfi – hafðu samband til að fá sérsniðna lausn fyrir þitt húsnæði.