Flokkun og endurnýting.

Við höfum í mörg ár flokkað hluta af okkar úrgangi. Við höfum flokkað í góðmálma, ál og ryðfrítt stál, sem við seljum til endurvinnslu.

Við höfum í mörg ár flokkað hluta af okkar úrgangi. Við höfum flokkað í góðmálma, ál og ryðfrítt stál, sem við seljum til endurvinnslu. Járn afgangar hafa farið í brotajárn og timbur hefur verið flokkað sér. Flöskum og dósum höfum við safnað og gefið til íþróttafélaganna. Annað hefur farið óflokkað.

Nú höfum við ákveðið að ganga lengra og höfum fengið okkur endurvinnslutunnu frá Gámaþjónustunni og munum nota það flokkunarkerfi sem hún bíður upp á. Við munum því flokka páppír, pappa, rafhlöður og fleira, frá venjulegu sorpi. Ætlum við með þessu að minnka enn frekar það magn sem fer frá okkur í venjulega urðun.

Við teljum að fyrirtæki og einstaklingar eigi að flokka eins mikið og hægt er og reyna að koma sem mestu í endurnýtingu. Til góða fyrir okkur öll.